Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins

06.01.2016 - 11:48

Höfundar

Eftir fimm-fréttir í dag hefst bein útsending Rásar 1 frá Markúsartorgi, þar sem afhentar verða við sérstaka viðhöfn menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins og veittir styrkir úr sjóðum á þess vegum.

Veittar verða viðurkenningar úr Tónskáldasjóði, Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensens og viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Auk þess veitir Rás 2 Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu 2015. Einnig verður við sömu athöfn tilkynnt um val á orði ársins. Boðið verður upp á tónlistarflutning og rætt við verðlaunahafa ef tími vinnst til. 

Menningarsjóðir á vegum RÚV hafa verið starfræktir í fjölda ára, þeir elstu í meira en 60 ár. Á vegum RÚV eru starfræktir þrír sjóðir, Rithöfundarsjóður, Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins og Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensens. Markmiðið með þeim er að stuðla að eflingu menningarlífsins í landinum með fjárframlögum til listamanna.