Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Mengun í heyi minni en óttast var

21.10.2012 - 18:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Heyfengur úr Reyðarfirði er ekki eins flúormengaður og óttast var eftir sýnatökur í sumar. Frekari sýni sem tekin voru úr heyi í Reyðarfirði vegna aukinnar flúormengunar frá álveri Alocoa Fjarðaáls í sumar sýna að flúorgildi eru fyrir neðan viðmiðunarmörk.

Að meðaltali  voru 25 míkrógrömm flúors í sýnunum en mörkin eru 40 míkrógrömm. Aðeins tvö sýni fóru yfir mörkin. Þetta kom fram á upplýsingafundi sem Fjarðaál hélt með íbúum Fjarðabyggðar síðdegis.