Meistararnir komnir í næstu umferð

epa07531322 Golden State Warriors forward Alfonzo McKinnie (C) battles for the ball with Los Angeles Clippers guard Lou Williams (R) as Warriors guard Klay Thompson (L) looks on during the NBA Western Conference Playoffs basketball game six between the Golden State Warriors and Los Angles Clippers at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 26 April 2019.  EPA-EFE/EUGENE GARCIA SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Meistararnir komnir í næstu umferð

27.04.2019 - 06:35
Kevin Durant skoraði 50 stig fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir tryggðu sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Golden State vann Los Angeles Clippers með 129 stigum gegn 110, og einvígið þar með fjögur tvö. 

Heimamenn í Clippers byrjuðu leikinn betur og náðu mest tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Golden State sneri leiknum þó sér í hag og lauk fyrsta leikhlutanum með fjögurra stiga forystu 35-31 og bættu verurlega í fram að hálfleik. 19 stiga munur var á liðunum í hálfleik, 72-53, og munaði mest 25 stigum á tímabili í þriðja leikhluta. 

Durant var stigahæstur allra á vellinum með 50 stig, Stephen Curry skoraði næst mest fyrir meistarana, 24 stig, en Draymond Green átti stórleik, skoraði 14 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Danilo Gallinari skoraði 29 stig fyrir heimamenn og Shai Gilgeous-Alexander kom næstur honum með 22 stig.
Golden State mætir Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Undanúrslitin í Austurdeildinni hefjast í nótt þegar Philadelphia 76ers etur kappi við Toronto Raptors. Þá verður úr því skorið í nótt hvort það verður Denver Nuggets eða San Antonio Spurs sem mætir Portland Trailblazers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.