Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Meirihlutinn tæpur í Fjarðabyggð

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur velli þegar talin hafa verið 1.745 atkvæði í Fjarðabyggð. Fjarðalistinn er allra flokka stærstur í sveitarfélaginu með rúmlega þriðjungs fylgi. Miðflokkurinn kemur inn af miklu afli, nær rúmlega 16% fylgi og einum manni inn í bæjarstjórn.

Fjarðalistinn nær inn þremur mönnum og vantar 41 atkvæði upp á til þess að ná fjórða manni inn í bæjarstjórnina á kostnað þriðja manns Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er með tvo bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn einn.

Þegar talin hafa verið 1.745 atkvæði er staðan þannig:
Fjarðalistinn - 569 atkvæði, 33,6%
Sjálfstæðisflokkur - 457 atkvæði, 27%
Framsóknarflokkur - 394 atkvæði, 23,3%
Miðflokkur - 272 atkvæði, 16,1%.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV