Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Meirihlutinn fallinn á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum á Akureyri eða 25,7 prósent og þrjá menn kjörna. Listi fólksins tapaði meirihluta sínum, fékk 21 prósent og tvo menn.

Samfylkingin hlaut 17,5 prósent atkvæða og tvo menn kjörna. Framsóknarflokkurinn hlaut einnig tvo menn og 14,2 prósent atkvæða. Vinstri hreyfingin - grænt framboð fékk 10,5 prósent og einn mann og Björt framtíð 9,4 prósent og einn mann. Dögun kom ekki manni að, fékk 1,4 prósent atkvæða. Kjörsókn var 67,12 prósent. 

Í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson. Matthías Rögnvaldson og Silja Dögg Baldursdóttir verða fulltrúar L-listans. Fyrir Samfylkinguna verða Logi Már Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir. Fyrir Framsóknarflokkinn Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen. Sóley Björk Stefánsdóttir verður fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Margrét Kristín Helgadóttir fulltrúi Bjartrar framtíðar.