Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Meirihluti vill Dag sem borgarstjóra

Mynd með færslu
 Mynd:
Rúmlega 64 prósent borgarbúa vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í sambærilegri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru 61 prósent sem vilja Dag sem borgarstjóra. Samkvæmt þeirri könnun vilja um 16,8 prósent vilja sjá Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokks, sem borgarstjóra en aðrir njóta mun minni hylli.