Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Meirihluti vill banna lausagöngu katta

23.08.2013 - 17:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti svarenda, eða um 70 prósent í viðhorfskönnun sem Súðavíkurhreppur lét gera meðal íbúa í Súðavík er fylgjandi því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu. 10 prósent svarenda voru hlutlausir og 20 prósent voru ósammála eða mjög ósammála.

Í ljósi niðurstöðunnar hefur sveitarstjóra verið falið að gera tillögur að nýjum reglum um kattahald í sveitarfélaginu.