Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Meirihluti segist myndu taka sæti

24.02.2011 - 19:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Fréttastofan hefur á síðustu klukkustund reynt að ná sambandi við fulltrúana 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing. 20 hafa svarað. Af þeim segja 14 að þeir myndu taka sæti í stjórnlagaráði, 6 segjast ýmist ekki hafa ákveðið sig eða þurfa að athuga málið nánar.

Þeirra á meðal er Pawel Bartoszek. Hann er vonsvikinn með ákvörðun nefndarinnar. Hann segist alltaf hafa verið á þeirri skoðun að þegar kosningar séu dæmdar ógildar í einhverju ríki af Hæstarétti þá sé það eina rétta í stöðunni að kjósa aftur. Hann segist halda að fólki fyndist það lang eðlilegasta niðurstaðan ef heyrðist af slíku máli í öðru ríki.


„Ég hefði nú kosið uppkosningu en eftir að sú leið fór að blandast inn í þessa Icesave kosningu þá leist mér nú ekki á blikuna hvað það varðar þannig að úr því sem komið var þá er þetta kannski skynsamlegasta niðurstaðan, segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði.


Pawel bendir hins vegar á að algengt sé í Bandaríkjunum að kjósa í senn um marga ólíka hluti. Eiríkur segir mikilvægt að stjórnalagaráðið fái að setja tillögur sínar í þjóðaratkvæði áður en Alþingi fái þær til umfjöllunar. Þannig geti fulltrúar ráðsins endurnýjað lýðræðislegt umboð sitt.


Fréttastofan náði ekki í 5 fulltrúa.