Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Meirihlutaþreifingar hafnar á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd:
Fulltrúar L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hafa rætt saman um myndun nýs meirihluta á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu.

Flokkarnir fengu allir tvo menn hver en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þó bestu kosninguna og þrjá menn kjörna. Guðmundur segir að fulltrúar flokkanna þriggja hafi lýst yfir áhuga á samstarfi í aðdraganda kosninganna. Þeir ætli að hittast á morgun og þá hefjist hinar eiginlegu viðræður.  

„Ég held að þetta geti orðið góður meirihluti, ég held að það ríki gagnkvæmt traust milli manna og við getum náð góðu samstarfi á komandi kjörtímabili,“ segir Guðmundur.