Meiri umfjöllun um Panama-skjölin í vændum

17.04.2016 - 20:20
Mynd: RÚV / AP
Nöfnum alþingismanna og ráðherra síðustu tvo áratugi hefur verið flett upp í Panama-skjölunum. Fleiri hafa ekki fundist en þau sem þegar eru komin fram. Enginn listi er til yfir Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum. Vinna þarf úr geysilegu magni gagna til að teikna upp umsvif íslensks viðskiptalífs í skattaskjólum. Fréttir af aflandsumsvifum Íslendinga verða sagðar á næstu vikum.

Tvær vikur eru síðan fyrstu fréttirnar voru sagðar upp úr Panama-skjölunum. Í þessari fréttaskýringu er fjallað um eðli aflandsfélaga, skjölin sem nú skekja heimsbyggðina og vinnuna við að teikna upp aflandsumsvif Íslendinga.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi