Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Meiri námsárangur forsenda lánveitingar

25.06.2013 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Námsmenn sem taka námslán þurfa að sýna 75 prósenta námsárangur í stað 60 prósenta, miðað við breytingar sem stjórn LÍN leggur til að gerðar verðir á útlánareglum. Grunnframfærsla verður hækkuð í samræmi við verðlag segir Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformaður LÍN.

DV hefur greint frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna þurfi að skera niður um hálft annað prósent á næsta fjárlagaári. Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformaður lánasjóðsins, vill ekki staðfesta þá tölu. „Ég get kannski ekki á þessu stigi farið út í tölur en það er sem sagt ákveðin aðhaldskrafa sem við teljum okkur geta mætt og jafnframt náð að hækka námslán í samræmi við vísitölu, um þrjú prósent. En á móti verður gerð krafa um að námsárangur verði 75% í stað 60% sem er það sama og hefur gilt lengi vel og allt þar til fyrir nokkrum árum. Þetta er það sem stjórnin hefur ákveðið varðandi breytingar á úthlutunarreglum.“