Meira helvíti - meiri blús!

Mynd með færslu
 Mynd: Bob Margolin

Meira helvíti - meiri blús!

17.03.2016 - 13:25

Höfundar

Í Konsert kvöldsins heyrum við blús, en spilaðar verða upptökur frá Blúshátíð í Reykjavík í fyrra og 2013.

Rás 2 hefur fylgst vel með Blúshátíð í Reykjavík allt frá upphafi árið 2004, þegar hátíðin fór fram á Hótel Borg og það eru til upptökur frá öllum hátíðunum í safni Rásar 2. Hátíðin í ár verður sett núna á laugardaginn og miðvikudag, fimmtudag og föstudag í næstu viku verða stórtónleikar Blúshátíðar á Hótel Nordica.

Í fyrri hluta þáttarins ætla ég að bjóða upp á Blús frá hátíðinni í fyrra með Bob Margolin og Bob Stroger ásamt Blue Eyes bandinu hans Dóra Braga, og svo Bítlasyrpu frá hátíðinni 2013 með Bjössa Thor.

Blúshátíðin í fyrra var tileinkuð 100 ára fæðingarhátíð Muddy Waters, en Bob Margolin var lengi gítarleikari í hljómsveit Waters. Hann er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicago-blúsinn síðustu áratugina.

Í fréttatilkyninngu frá hátíðinni í fyrra var skrifað:

Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar, en örugglega sá smekklegasti, bæði hvað varðar klæðaburð og spilamennsku. Þessi aldna hetja sem spilað hefur með flestum þekkustu blústónlistarmönnum síðustu áratuga var tilnefndur besti blúsbassaleikari áranna 2011 og 2013. Bob Stroger er orðinn 85 ára gamall og hefur spilað með ótrúlegum fjölda tónlistarmanna á löngum ferli, aðallega blús; Eddie King, Otis Rush, Jimmy Rogers, Eddie Taylor, Eddy Clearwater, Sunnyland Slim, Louisiana Red, Buster Benton, Homesick James, Mississippi Heat, Snooky Pryor, Odie Payne, Fred Below, Willie "Big Eyes" Smith ofl.

Bob Margolin, sem er 66 ára, spilaði td. Með Muddy Waters, Pinetop Perkins og The Band á The Last Waltz.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Folk og blús í Reykjavík

Popptónlist

Sinfó og Lifun og KK

Popptónlist

Tekið ofan fyrir Bergþóru