Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Meira áfengi og minna bensín

02.07.2013 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Heildarveltuaukning á Visa kreditkortum á milli júní 2012 og 2013 var um 7,5%. Mestu munar um aukningu í veltu í matvöru- og stórverslunum. Notkun innanlands jókst um 8,2% en erlendis var aukning veltu 4,6%.

Ef miðað er við maímánuð á þessu ári og maí í fyrra er aukning í veltu á áfengis- og bjórsölu 14,4%. Samdráttur er hins vegar í notkun á bensínstöðvum og kaup á eldsneyti um 5,9%.