Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi

16.03.2018 - 15:23
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Gæsluvarðhald yfir fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn átta börnum, var framlengt um fjórar vikur í dag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Rannsókn málsins hefur miðað vel segir í tilkynningu frá lögreglunni og stefnt sé að því að ljúka henni fljótlega. Í framhaldinu verði málið sent héraðssaksóknara.