Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Með hátt í tonn af flugeldum heima hjá sér

30.12.2018 - 14:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Áhuginn á flugeldum um áramótin getur stundum hlaupið með fólk í gönur. Lögregla í Hamborg í Þýskalandi lagði um helgina hald á 850 kíló af flugeldum og skottertum sem 23 ára gamall maður hafði keypt sér í tilefni áramótanna.

Nágrannarnir höfðu tekið eftir innkaupum mannsins og tilkynntu til lögreglu. Rétt eins og Íslendingar, þá eyða Þjóðverjar háum fjárhæðum í flugelda á þessum árstíma; í fyrra seldust slíkar vörur fyrir um átján milljarða króna í Þýskalandi. 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV