„Þetta er ekki svo mikil breyting frá fyrri stöðum," segir Josef Malknecht, verkefnastjóri hjá Metrostav við Dýrafjarðargöng. „Mennirnir vinna langar vaktir, borða, hringja heim og þeir sofa. Stóri munurinn felst í því að hér er ekki einu sinni sundlaug í nágrenninu."
Tereza Wienerová sem er hagfræðingur hjá Metrostav segir að þau lifi þetta af en að einangrunin ásamt slæmu veðri geri viðveruna erfiðari.
Starfsfólk Dýrafjarðarganga dvelur frá nokkrum dögum upp í sex vikur við vinnu í botni Arnarfjarðar og fer þess á milli heim í frí. Heim er mislangt í burtu en starfsfólk Metrostav er flest frá Slóvakíu og Tékklandi.