Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Með 70 þúsund steraskammta

01.03.2013 - 14:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenskur karlmaður var handtekinn við komuna til landsins með um sjötíu þúsund skammta af sterum og fleiri ólöglegum efnum í farangri sínum. Á heimili mannsins fannst einnig töluvert magn af lyfjum til viðbótar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maðurinn er gripinn með ólögleg lyf.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu reyndi maðurinn að smygla um 800 töflum af stinningarlyfinu Kamagra, sem er ólöglegt hér á landi, fyrir nokkru. Í farangri mannsins nú fundust meðal annars ambúlur, lyfjatúbur og svo sprautunálar. Í tilkynningunni kemur einnig fram að maðurinn hafi dvalist mikið erlendis.