Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Með 4,7 kíló af kannabis í vörslu sinni

Héraðsdómur Reykjaness
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa haft mikið magn kannabis og maríhúana í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni. 4,7 kíló af kannabisplöntur og 2,1 kíló af maríhúana fannst í janúar síðastliðnum á heimili mannsins við Hringbraut í Hafnarfirði.

Maðurinn játaði háttsemina skýlaust fyrir dómi og var dæmdur til sjö mánaða fangelsis, en hluta refsingarinnar verður frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða 250.600 krónur í sakarkostnað auk þess sem hann skal sæta upptöku á téðum fíkniefnum. Á rannsóknarstigi málsins hafði hann neitað að hafa ætlað að selja efnin. 

Í dóminum kemur fram að ákærði eigi að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2014 og hefur samkvæmt sakavottorði í einu tilviki áður brotið gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sótt fundi hjá AA, sé í föstu starfi og hyggi á nám.
 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV