Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

MDE: Yfirvöld brutu gegn Navalny

09.04.2019 - 09:31
Erlent · - · Rússland · Evrópa
epa07166802 The courtroom in the European Court of Human Rights (ECHR) is seen ahead of the judgment regarding the case of Russian opposition leader Alexei Navalny against Russia at the court in Strasbourg, France, 15 November 2018. The case deals with the arrest of Alexei Navalny on seven occasions at different public gatherings, and his subsequent prosecution for administrative offences.  EPA-EFE/PATRICK SEEGER
Mannréttindadómstóll Evrópu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu i morgun að yfirvöld í Rússlandi hefðu brotið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny árið 2014 með því að halda honum í lengri tíma í stofufangelsi.

Í niðurstöðu dómsins sagði að þær skorður sem Navalny hefðu verið settar, meðal annars er vörðuðu samskipti við aðra, hefðu ekki verið í samræmi við ákærur sem lagðar hefðu verið til grundvallar. Meðferðin hefði brotið i bága við mannréttindasáttmála Evrópu. 

Navalny fagnaði niðurstöðunni og kvaðst viss um að fleiri nytu góðs af henni.