Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mayweather og McGregor mætast 26. ágúst

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Mayweather og McGregor mætast 26. ágúst

14.06.2017 - 21:28
Það kom í ljós í kvöld að boxarinn Floyd Mayweather og UFC bardagakappinn Conor McGregor munu mætast 26. ágúst í líklega umtalaðasta bardaga síðari ára. Keppt verður í hnefaleikum en Mayweather hefur ekki tapað neinum af þeim 49 bardögum sem hann hefur háð á ferlinum.

Þetta kemur fram á íþróttavef Yahoo í kvöld. Þetta hefur síðan verið staðfest á ýmsum íþróttamiðlum í kvöld. 

Báðir bardagakappar fái ágæta summu fyrir en talað er um allt að hundrað milljónir dala á haus.

Mayweather og McGregor hafa verið að reyna koma þessum bardaga á laggirnar í þónokkurn tíma núna og loksins virðist sem það verði af því. McGregor tísti meðal annars í fyrradag að það væri stór tilkynning á leiðinni.

McGrecor var svo rétt í þessu að staðfesta þetta á Twitter síðu sinni ásamt því að skjóta létt á Mayweather í leiðinni.