Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

May skoðar 4. atkvæðagreiðsluna um samninginn

30.03.2019 - 12:36
epa07471552 A handout photo made available by by the UK Parliament shows British Prime Minister Theresa May during a debate on Brexit in the British House of Commons in London, Britain, 29 March 2019. MPs have rejected Theresa May’s EU withdrawal agreement on the day the UK was due to leave the EU. The government lost by 344 votes to 286, a margin of 58.  EPA-EFE/MARK DUFFY / UK PARLIAMENT / HANDOUT MANDATORY CREDIT: UK PARLIAMENT JESSICA TAYLOR HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UK PARLIAMENT
Brexit-samningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands gæti farið fyrir til atkvæðagreiðslu á þinginu í fjórða sinn. Honum hefur verið hafnað þrisvar af neðri málstofu breska þingsins.

Theresa May virðist ekki búin að gefa upp þá von að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í hvert sinn sem hann hefur verið lagður fyrir þingið hefur hann hlotið meiri stuðning. Í janúar var honum hafnað með 230 atkvæða mun, en í gær með 58 atkvæða mun. 

Ræða aðrar tillögur á mánudag

Á mánudag ræðir breska þingið tillögur frá öllum flokkum um aðrar leiðir til þess að ljúka þessu ferli í eitt skipti fyrir öll. Formaður Íhaldsflokksins, flokks Theresu May, hefur hins vegar sagt að ríkisstjórnin styðji ekki neina af þessum tillögum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur krafist þess að May annað hvort geri breytingar á samningum eða segi af sér tafarlaust. May hefur sagt að hún muni segi af sér ef samningur hennar verði samþykktur. 

Ef allt hefði gengið eins og lagt var upp með hefðu Bretar átt að yfirgefa ESB í gær. Þúsundir stuðningsmanna Brexit gengu saman að breska stjórnarráðinu og forsætisráðherrabústaðnum í gærkvöld til að lýsa óánægju sinni með framgöngu stjórnvalda. Bretar hafa frest til 12. apríl til að leysa úr sínum málum gagnvart ESB, annars ganga þeir úr sambandinu samningslausir. Og til þess að fá lengri frest þarf samþykki leiðtoga Evrópusambandsríkja.