May segir Rússa ábyrga fyrir taugaeiturárás

12.03.2018 - 17:36
epa06586612 British Prime Minister Theresa May leaves Downing Street to attend Prime Minister Questions in the House of Commons, Central London, Britain, 07 March 2018. The Prime Minister will later welcome Mohammad bin Salman, the Crown Prince of Saudi
 Mynd: EPA
Allt bendir til þess að Rússar beri ábyrgð á taugaeiturárás sem gerð var í breska bænum Salisbury í síðustu viku. Þetta sagði Theresa May forsætisráðherra Bretlands í þinginu í Lundúnum síðdegis. May sagði sannað að rússneskt taugaeitur hefði verið notað í árásinni gegn rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans.

Taugagasið sem hefði orðið þeim að bana hefði verið rakið til rússneska hersins. Annaðhvort væri þetta bein árás rússneskra stjórnvalda gegn Bretlandi, eða þá að efnið hefði komist í hendur annarra. Þetta kom fram í máli May síðdegis þegar hún ávarpaði breska þingið til að upplýsa það um fund með þjóðaröryggisráði landsins í morgun.

May sagði að byggja verði málið á sönnunargögnum en ekki vangaveltum. Þess vegna hefði lögreglu verið veittur meiri tími til að kanna vettvang eitrunarinnar í Salisbury. Hún segir að rannsóknin haldi áfram. 

May segir að rússneski sendiherrann hafi verið kvaddur til svara. Bresk stjórnvöld verði að vera reiðubúin til að grípa til frekari aðgerða. Á miðvikudag verði svör frá Rússlandi tekin til skoðunar. Reynist þau ekki trúverðug, verði að draga þá ályktun að dauðsföllin hafi verið ólögmæt beiting á valdi á breskri grundu. Fari svo, þá komi hún aftur fyrir þingið og leggi fram þær aðgerðir sem gripið verði til.

May nefndi fyrr í ræðu sinni viðbrögð breskra stjórnvalda við morðinu á Alexander Litvinenko í Lundúnum árið 2006. Þær ráðstafanir væru enn i gildi. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi