May sakar Pútín um slettirekuskap

14.11.2017 - 02:56
epa06326279 British Prime Minister Theresa May leaves 10 Downing Street, Central London, Britain, 13 November 2017. Mrs May will host a meeting later today with key figures of UK and European business to discuss Brexit.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að skipta sér af málefnum annarra þjóða í ræðu sem hún flutti í London í gær. Hún sagði að stjórn Pútíns reyndi með óheiðarlegum hætti að „grafa undan frjálsum samfélögum“ og ala á sundurlyndi í Vesturlöndum. Þetta er harðasta gagnrýni May á Rússlandsforseta til þessa, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.

May sló allt annan tón en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gert til þessa. Pútín hefur ítrekað þvertekið fyrir að Rússlandsstjórn skipti sér af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og sagðist Trump trúa honum þegar hann neitaði sök eftir að leiðtogarnir hittust í Víetnam í síðustu viku. Afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum eru til rannsóknar hjá bandarísku leyniþjónustunni en það er samhljóma mat stofnananna NSA, CIA og FBI að Pútín hafi staðið fyrir aðgerðum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar, Trump í vil.

epa06184628 Russian President Vladimir Putin at a news conference on the results of the BRICS summit in Xiamen, China, 05 September 2017.  EPA-EFE/MIKHAIL KLIMENTYEV / SPUTNIK/ KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT/SPUTNIK
 Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.

„Við vitum hvað þið eruð að gera og ykkur mun ekki takast það,“ sagði May í ræðu sinni í gær. „Vegna þess að þið vanmetið þrautseigju lýðræðisins í löndum okkar.“ Hún sakaði Rússlandsstjórn um njósnir og að að dreifa fölskum upplýsingum til að hafa áhrif á gang mála í Vesturlöndum.

Fleiri þjóðir hafa sakað Rússa um slíkt hið sama. Til að mynda saka stjórnvöld á Spáni Rússa um að hafa reynt að hafa áhrif á deiluna við sjálfstæðissinna í Katalóníu. Þá voru Rússar sakaðir um að skipta sér af þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu fyrr á þessu ári.

Utanríkisráðherra Bretla, Borris Johnson, fer í opinbera heimsókn til Rússlands í desember. Sjá frétt BBC hér.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi