Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

May og Corbyn áttu „uppbyggilegan fund“

03.04.2019 - 19:57
epa07482061 Britain's Prime Minster Theresa May leaves her official London residence 10 Downing Street in London, Britain, 03 April 2019. Reports state that Theresa May is expected to meet Labour opposition leader Jeremy Corbyn later in the day looking for a way to to break the Brexit deadlock. May also is to ask the EU for an extension to the Brexit deadline.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins áttu fund í dag til að ræða mögulegar lausnir í Brexit-málum. Þingmenn í neðri málstofu breska þingsins hafa ekki getað sammælst og því braut May odd af oflæti sínu og bauð Corbyn til samninga.

Þau settust á rökstóla síðdegis og segjast hafa átt uppbyggilegt samtal. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þau hafi skipað hvort sína samninganefndina sem ætli að hittast nú í kvöld og allan daginn á morgun til þess að reyna að finna lausn sem þingið geti sammælst um. Þrátefli er í þinginu og þurfti þingforseti að greiða atkvæði í dag, sem hefur ekki gerst síðan 1993.