Matartorg á Lækjartorgi

Mynd með færslu
 Mynd:

Matartorg á Lækjartorgi

06.07.2013 - 20:43
Borðin svignuðu undan kræsingum á matarmarkaði sem haldinn var í fyrsta skipti á Lækjartorgi í dag. Ostar, sætabrauð, þurrkað kjöt, grænmeti og fjölmargt fleira var á boðstólum.

Markaðstorgið verður alla laugardaga í júlí og framleiðendur skiptast á að selja og kynna vöru sína.

Ætlunin er að gestir geti hlustað á lifandi tónlist alla markaðsdagana og í dag var það hljómsveitin White Signal sem reið á vaðið. En maturinn var í aðalhlutverki.