Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Marinova jarðsett í dag

12.10.2018 - 15:55
A portrait of slain television reporter Viktoria Marinova is placed on the Liberty Monument next to flowers and candles during a vigil in Ruse, Bulgaria, Tuesday, Oct. 9, 2018. Bulgarian police are investigating the rape, beating and slaying of Marinova,
 Mynd: AP images
Dómstóll í Celle í Þýskalandi segir að maður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgörsku sjónvarpsfréttakonuna Viktoriu Marinovu verði framseldur til Búlgaríu á næstu dögum. Lík hennar fannst í almenningsgarði í Ruse í Búlgaríu. Kenningar eru um að morðið á henni tengist rannsókn á meðferð spilltra embættismanna.

Marinova var jarðsett í dag. Hún er þriðji blaðamaðurinn sem er myrt á 12 mánuðum í Evrópu. Jak Kuciak var myrtur í Slóvakíu í febrúar og Daphne Caruana Galizia á Möltu í október.

Hinn grunaði er tvítugur Búlgari. Hann var handtekinn í þýska bænum Stade á þriðjudag. AFP fréttastofan greinir frá því að við yfirheyrslur hafi hann sagt að hann hafi ekki ætlað að myrða Marinovu og að hann hafi ekki nauðgað henni. Hann kveðst hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafa rifist við Mainovu og beitt hana ofbeldi.

Ríkissaksóknari Búlgaríu Sotir Tsatsarov, sagði á miðvikudag að engar vísbendingar væru um að morðið tengdist starfi hennar sem fréttamaður, þó væri verið að skoða allar hliðar málsins. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV