María Helga Guðmundsdóttir, þýðandi og landsliðskona í karate, er nýr formaður Samtakanna ´78. Hún hlaut 184 atkvæði meðan Kristín Sævarsdóttir hlaut 152 atkvæði. Benedikt Traustason var kjörinn gjaldkeri og Júlía Margrét Einarsdóttir ritari.
Vísir greinir frá þessu. Fjölmenni var á aðalfundinum en yfir 300 manns mættu á hann. Vanalega hafa um 30 til 40 manns mætt á aðalfund. Mikil átök hafa verið innan samtakanna vegna umsóknar BDSM Ísland um hagsmunaaðild. Kosið var í dag um aðild BDSM Ísland í dag. Nýr formaður, María Helga, hefur sagst vera fylgjandi aðild meðan Kristín hefur lagst gegn aðild.
Uppfært kl. 17:48.
Vísir greinir frá að BDSM Ísland hafi fengið aðild að Samtökunum ´78. 179 félagsmenn kusu með aðild BDSM en 127 kusu á móti aðild.