Margrét sæmd heiðursdoktorsnafnbót

10.11.2011 - 09:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Margrét Guðnadóttir, prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands, verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót í dag. Nafnbótina hlýtur hún fyrir vísindaframlag á sviði veirufræði og greiningu veirusýkinga.

Í tilkynningu frá Háskólanum segir að Margrét hafi með rannsóknum sínum síðustu áratugina lagt af mörkum mikla þekkingu á fjölmörgum veirusýkingum, meðal annars Rauðum hundum, mislingum og hettusótt. Þá hafi rannsóknir hennar á hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, eðli visnu-mænuveikisýkingar og gerð bóluefnis við henni skipað Margréti í röð fremstu vísindamanna og borið merki Háskóla Íslands hátt í hinum alþjóðlega vísindaheimi.

Margrét var skipuð prófessor við Læknadeild HÍ árið 1969 og var fyrst kvenna til að gegna prófessorsembætti við skólann.