Margrét Júlía leiðir VG í Kópavogi

Mynd með færslu
 Mynd: Vinstri græn
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, leiðir lista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Amid Derayat skipar annað sætið. Hann er formaður Vinstri grænna í Kópavogi, fæddur og uppalin í Kermanshah sem er í Kúrdíska hluta Írans en fluttist til Íslands árið 1995.

Listinn var samþykktur á félagsfundi 6. mars. Margrét Júlía varð bæjarfulltrúi þegar Ólafur Þór Gunnarsson sagði af sér eftir að hann var kjörinn á þing. Ólafur skipar heiðurssæti listans, sem er svona í heild sinni:

 1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, f. 1959 bæjarfulltrúi, umhverfisfræðingur og kennari 
 2. Amid Derayat, f. 1964, fiskifræðingur
 3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir, f. 1956, kennari, M.ed. í fjölmenningarfræðum
 4. Pétur Fannberg Víglundsson, f. 1983, verslunarstjóri
 5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, f. 1982, félagsráðgjafi
 6. Hreggviður Norðdahl, f. 1951, jarðfræðingur
 7. Bragi Þór Thoroddsen, f. 1971, lögfræðingur
 8. Helgi Hrafn Ólafsson, f. 1988 íþróttafræðingur
 9. Anna Þorsteinsdóttir, f. 1983, landvörður og leiðsögumaður
 10. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 1976, uppeldis- menntunar- og  fjölskyldufræðingur
 11. Rakel Ýr Ísaksen, f. 1976, leikskólakennari, sérkennslustjóri í leikskóla
 12. Margrét S. Sigurbjörnsdóttir, f.  menntaskólakennari
 13. Einar Ólafsson, f. 1949, rithöfundur og fyrrverandi bókavörður
 14. Mohammed Omer Ibrahim, f. 1960, jarðfræðingur og sjálfboðaliði hjá  
 15. Rauða kross Íslands
 16. Helga Reinhardsdóttir,f. 1949, skjalavörður
 17. Signý Þórðardóttir, f. 1961, þroskaþjálfi,
 18. Gísli Baldvinsson, f. 1948 kennari og stjórnmálfræðingur
 19. Gísli Skarphéðinsson, f. 1944, fyrrverandi skipstjóri
 20. Þuríður Backman, f. 1948, fyrrverandi alþingismaður
 21. Þóra Elva Björnsson, f. 1939, setjari
 22. Steinar Lúðvíkson, f. 1936, ellilífeyrisþegi
 23. Ólafur Þór Gunnarsson, f. 1963, öldrunarlæknir og þingmaður

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi