Margnota dömubindi aftur orðin vinsæl

Mynd: RÚV / RÚV

Margnota dömubindi aftur orðin vinsæl

20.02.2017 - 09:09

Höfundar

„Við þvoum nærfötin okkar, við þvoum viskastykki, við þvoum alls konar aðra hluti - af hverju ekki þetta líka?“ segir Berglind S. Heiðarsdóttir, saumakona, sem saumar dömubindi úr taui.

Berglind prófaði sig fyrst áfram með að sauma taubindi fyrir sjálfa sig en nú framleiðir hún þau og selur undir merkinu Lauf. Hún segir að taubindi njóti vaxandi vinsælda enda þoli margar konur ekki efnin sem notuð eru í einnota bindi auk þess sem margar hafi skipt yfir í taubindi af umhverfisástæðum.

„Ég held að það sé kannski hvergi í heiminum sem þetta er jafn rakið dæmi að nota tau og hér. Við erum með hreina orku, nóg af góðu vatni og einnota bindin eru tiltölulega dýr.“

Landinn hitti Berglindi við saumavélina og rifjaði í leiðinni upp sögu dömubindanna en þróun dömubinda og túrtappa hefur kannski haft meiri áhrif á líf kvenna en við gerum okkur grein fyrir. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.