Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Margir þættir lögðust á eitt

20.07.2015 - 18:08
Mynd: Lára Ómarsdóttir / RÚV
Umhverfisáhrif gossins í Holuhrauni verða að líkindum mun minni en ætla mætti miðað við stærð gossins.

Flatarmál Holuhrauns er um það bil það sama og flatarmál Þingvallavatns og rúmmál þess samsvarar hálfu rúmmáli vatnsins. Gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum en fyrir margra hluta sakir virðast umhverfisáhrif þess mun minni en hefði mátt ætla og margir óttuðust. Þar kemur meðal annars til að gosið var fjarri mannabyggð, vindasöm tíð dreifði gosefnum hratt og víða og brennisteinsdíoxíð hverfðist mun hægar í brennisteinssýru sem veldur meðal annars súru regni, en ef gosið hefði átt sér að sumri til þegar bjart er allan sólarhringinn. Þetta er rakið í nýrri grein vísindamanna sem var að birtast rétt í þessu á vef þekkst tímarits um jarðefnafræði, Geochemical Perspective Letters. Sigurður Reynir Gíslason prófessor er aðalhöfundur greinarinnar af Íslands hálfu og hér má hlutsta á ítarlegt viðtal Spegilsins við hann.

jongk's picture
Jón Guðni Kristjánsson
Fréttastofa RÚV