Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Margir mættu með jólasveinshúfu í sjósund

01.01.2014 - 15:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjöldi fólks mætti í sjósund í Nauthólsvík í Reykjavík í dag til að fagna nýja árinu. Sjórinn var kaldur en flestir vel búnir, í sundskóm með hanska og helst húfu. Í dag voru jólasveinahúfurnar hvað vinsælastar enda sáust þær á mörgum höfðum, úti fyrir ströndinni og síðar í heita pottinum.