Fjöldi slasaðist og margir fórust í jarðskjálftanum sem skók Nepal í morgun. Þetta segir norski Rauði krossinn á Twitter-síðu sinni. Starfsfólk IOM, Alþjóðastofnunar um fólksflutninga, í Nepal skrifa jafnframt á Twitter að staðfest sé að minnsta kosti fjórir hafi farist.