Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Margir fórust í jarðskjálftanum

12.05.2015 - 09:23
Erlent · Nepal
In this photo provided by the International Organization for Migration (IOM), people gather in the street after an earthquake in Kathmandu, Nepal, Tuesday, May 12, 2015.  A major earthquake hit Nepal near the Chinese border between the capital of
 Mynd: AP - International Organization for M
Fjöldi slasaðist og margir fórust í jarðskjálftanum sem skók Nepal í morgun. Þetta segir norski Rauði krossinn á Twitter-síðu sinni. Starfsfólk IOM, Alþjóðastofnunar um fólksflutninga, í Nepal skrifa jafnframt á Twitter að staðfest sé að minnsta kosti fjórir hafi farist.

Skjálftinn í morgun mældist 7,3 að stærð. Aðeins eru nokkrar vikur síðan skjálfti af stærðinni 7,8 varð í Nepal, og talið er að um 8.000 þúsund hafi látist í þeim skjálfta.

Åsne Havnelid, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Noregi, er í borginni Chautara, um hundrað kílómetra austur af Katmandú. Hún segir við norska ríkisútvarpið að mikil skelfing hafi gripið um sig þegar skjálftinn reið yfir og fólk flykkst út á götur.

Verið sé að flytja slasaða í tjaldsjúkrahús Rauða krossins sem sett var upp eftir síðasta skjálfta.