Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Manuel Valls hættur í Sósíalistaflokknum

27.06.2017 - 13:54
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, er genginn úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við miðflokk Emmanuels Macrons forseta, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum. Í viðtali við útvarpsstöð RTL segir Valls að sósíalistum hafi mistekist ýmsilegt sem þeir hafi lofað kjósendum, þar á meðal að tryggja öryggi almennra borgara.

Valls bauð sig fram í nafni Sósíalistastaflokksins í þingkosningunum fyrr í þessum mánuði í kjördæminu Essone, sunnan við París, og náði kjöri.