Manntalið frá 1703 á netið

Mynd með færslu
 Mynd:

Manntalið frá 1703 á netið

27.06.2013 - 18:05
Manntalið frá 1703, fyrsta manntal sem tekið var á Íslandi, er komið skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory). Það er sennilega elsta manntal sem hefur varðveist í heiminum, þar sem allir íbúar eru skráðir og getið er nafns, aldurs, þjóðfélagsstöðu og atvinnu.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að þetta sé fagnaðarefni fyrir Íslendinga alla. „Þetta er viðurkenningu á því að við erum með þessa einstæðu heimild sem er hefur ekki bara gildi fyrir Ísland heldur heiminn allan og okkur ber skylda til að varðveita hana um með tryggum hætti eilífð alla og líka að tryggja aðgang að henni fyrir alla heimsbyggðina."

Því er stefnt að því að manntalið verði sett á netið, í stafrænu formi, nú 310 árum eftir að það var tekið.

Tengdar fréttir

Íslenskt mál

Manntal Íslands frá 1703 á lista Unesco