Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Manntal Íslands frá 1703 á lista Unesco

Mynd með færslu
 Mynd:

Manntal Íslands frá 1703 á lista Unesco

26.06.2013 - 22:22
Manntal Árna Magnússonar og Páls Vídalín, frá árinu 1703, var í dag samþykkt á lista Unesco, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, yfir minni heimsins.

Á þessum lista eru um þrjúhundruð merk skjöl en markmiðið með honum er að hinn skráði menningararfur sé varðveittur að fullu og aðgengilegur öllum. Manntalið er elsta nákvæma manntal sem enn er varðveitt í heiminum.