Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mannskæðar bílsprengjur í Sómalíu

28.10.2017 - 17:13
Somali soldier inspect wreckage of vehicles after a car bomb that was detonated in Mogadishu, Somalia Saturday, Oct 28, 2017. At least ten people were killed and several others wounded in the blast in Somalia's capital, police said. (AP Photo/Farah
 Mynd: AP
Tvær bílsprengjur sprungu í Mogadishu, höfðuðborg Sómalíu í dag. Öðrum bílnum var ekið á hótel og sprakk þar en hin árásin var gerð skömmu seinna í grennd við fyrrverandi þinghús landsins. Ekki er vitað hve margir létust en AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni lögreglu að þeir séu að minnsta kosti 13.

 Fyrir tveimur vikum féllu 350 í Mogadishu þegar öflug bílsprengja var sprengd þar við hótel. Yfirmaður í her Sómalíu segir að vígasveitir hafi ráðist að hótelinu eftir sprenginguna og þar sé enn barist.  Enginn hefur enn gengist við ódæðinu fyrir tveimur vikum; yfirvöld í Sómalíu telja að vígamenn Al-Shabab, samtaka sem tengjast Al-Kaída, hafi verið þar að verki. Talsmenn Al-Shabab neita því.