Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mannskæð flóð í Síerra Leóne

14.08.2017 - 14:38
epa01125928 Residents of Freetown, Sierra Leone negotiate flooded streets in the capital on 20 September 2007. More than a million people across 17 African countries are suffering the effects of severe floods. Across West and Central Africa 250 people
Flóð eru ekki óalgeng í Síerra Leóne Mynd: EPA
Skæð flóð og aurskriður hafa fallið í Freetown, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Síerra Leóne, í dag. Að minnsta kosti 180 eru látnir samkvæmt heimildum fréttaveitunnar AFP. Mikil úrkoma hefur verið þar að undanförnu og hlíð í útjaðri borgarinnar lét undan. Mörg hús eru gjörsamlega á kafi í aur og margir fastir inni á heimilum sínum. 

Haft er eftir Victor Bockarie Foh, varaforseta Síerra Leóne, á BBC að líklega liggi hundruð látinna undir aurnum og mölinni. „Hamfarirnar eru svo miklar að ég er niðurbrotinn,“ sagði hann í samtali við Reuters. Verið sé að girða svæðið af og koma fólki burt. 

Starfsmaður í líkhúsi sem ræddi við fréttastofu AFP sagði líkhúsið væri yfirfullt og hann vissi ekki hvað hann ætti til bragðs að taka.

Á regntíma eru flóð algeng í Síerra Leóne og þekkt vandamál að hús standi þau ekki af sér. Árið 2015 urðu þúsundir manna heimilislausar í flóðum.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV