Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mánar - Nú er öldin önnur

Mynd: Mánar / Doddi

Mánar - Nú er öldin önnur

03.04.2017 - 16:15

Höfundar

Plata vikunnar á Rás 2 er plata Mána - Nú er öldin önnur Hljómsveitin Mánar fagnaði á þar síðasta ári hálfrar aldar afmæli sínu. Hún hefur þó ekki starfað óslitið þann tíma sem liðinn er, en blómaskeið þeirra félaga var frá 1965-75 Á þeim tíma gáfu Mánar út þrjár hljómplötur tvær tveggjalaga 45 snúninga og eina L.P. 33. snúninga auk laga á safnplötu.

Þótti hljómsveitin afar framsækin og áttu t.d. fyrsta rokklag sinnar tegundar hér á landi, það heitir Frelsi. Mörg laga þeirra urðu vinsæl og voru textarnir kjarnyrtir og innihéldu talsverðar ádeilur svo sem Þriðja heimsstyrjöldin og Söngur satans en svo allt að ljúfum og sorglegum ballöðum eins og Ó, pabbi minn kæri. 
Í tilefni 50 áranna hefur hljómsveitin nú gefið út nýjan 12 laga disk (og vinil) en frá því sveitin hitaði upp fyrir Deep Purple árið 2004  hefur blundað hjá þeim félögum að koma frá sér plötu þar sem neistinn var enn til staðar og menn að semja og skapa á fullu. Upptökuferlið spannaði tæp tvö ár og stíll og umgjörð á svipuðum nótum og fyrr þó ný tækni og kunnátta geri hlutina enn öflugri og skemmtilegri núna. Sala plötunar hefur verið mest á Facebook Mánar og fer afar vel af stað. Allar upplýsingar eru á síðunni og er diskurinn sendur hvert sem er við pöntun. Einnig er hann í helstu plötu búðum. Þess má til gamans geta að Ian Anderson forsprakki Jethro Tull spilar með þeim félögum í einu lagi á plötunni af sinni alkunnu snilld.

Talsverð mannaskipti urðu í Mánum á 10 ára tímabili sem þeir störfuðu óslitið og frægðarsólin stóð hvað hæst. 19 71  er LP plata þeirra kom út voru sömu meðlimir og standa að plötunni núna en það eru Gítar söngur: Ólafur Þórarinsso (Labbi) Orgel söngur: Björn Þórarinsson (Bassi) Trommur: Ragnar Sigurjónsson (Gösli) Gítar söngur: Guðmundur Benediktsson. Bassi: Smári Kristjánsson.

Aðrir sem sem komu við sögu í Mánum á þessu 10 ára tímabili voru Gunnar jökull,Pálmi Gunnarsson, Ólafur Backman,  Sigurjón Skúlason, Mary Mc.dowell, Stefán Ásgrímsson Björn Gíslason, Arnór Þórhallsson.

Síðan var hljómsveitin endurvakin 1982 og spilaði eitt sumar og þá með Björk Guðmundsdóttur sem söngkonu og hljómborðsleikara.

 

Mynd: Mánar / Mánar
Arnar Eggert og Andrea Jóns ræddu plötu Mána, Nú er öldin önnur, í Popplandi 7. apríl 2017.