Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Málflutningur í Kaupþingsmáli í Hæstarétti

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Málflutningur í allsherjarmarkaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Kaupþingsmönnum hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Forsvarsmenn Kaupþings fengu þunga dóma í héraði eftir margra vikna umfangsmikil réttarhöld í fyrravor.

Fer fram á sakfellingu

Saksóknari fór yfir niðurstöðu málsins í héraði í upphafi. Hann fer fram á að sakfellt verði. Hann vék að kröfum sakborninga um að fá aðgang að gögnum máls og gagnrýni á símhlustanir. Saksóknari sagði að þó símtöl væru tekin upp væri ekki þar með sagt að hlustað væri á þau og átti þar við símtöl þeirra ákærðu við lögmenn sína.

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV