Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Málefni Hörpu tekin fyrir í borgarstjórn

12.02.2013 - 10:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Tillaga borgarstjórans í Reykjavík um fjármögnun Hörpu verður tekin fyrir í borgarstjórn í dag. Tillagan felur meðal annars í sér að ríki og borg leggja um 640 milljónir í viðbótaframlag til að bjarga rekstri hússins og að 794 milljóna króna brúarláni verði breytt í hlutafé.

Sýnt verður beint frá fundi borgarstjórnar á vef Reykjavíkurborgar og hefst útsending klukkan tvö. Þar verður einnig tekin fyrir ákvörðun borgarráðs um að heimila uppsetningu á listaverki eftir Rafael Barrios á hringtorgi við Borgartún.

Verkið er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru steinsar frá verkinu. Í bókun menningar-og ferðamálaráðs um málið segir að eitt af skilyrðum þess að verði verkið sett upp verði ekki hægt að nota það í auglýsingaskyni.