Mál formannsins heyra sögunni til

Mynd með færslu
 Mynd:
Kristján Þór Júlíusson, sem var endurkjörinn 2.varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag, sagði að afgerandi kosning Bjarna Benediktssonar í formannsembættið væri skýrt merki um að mál formannsins hefðu nú verið afgreidd og að þau heyrðu sögunni til.

Kristján sagði að þjarmað hefði verið að formanninum undanfarin ár en að glæsileg kosning hans hefði sýnt að nú væru þau mál að baki. Bjarni hlaut rúmlega 78 prósent atkvæða í formannskosningu, Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 95 prósent atkvæða í embætti varaformanns og Kristján 58,6 í embætti 2.varaformanns.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi