Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Makríldeilan harðnar enn

18.01.2013 - 18:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Atvinnuvegaráðherra segir makríldeiluna í jafn hörðum hnút og áður eftir að Evrópusambandið og Noregur skömmtuðu sér einhliða makrílkvóta sem samsvarar rúmlega 90 prósent af ráðlegri heildarveiði í ár.

Evrópusambandið og Noregur hafa ákveðið að veiða tæplega 490 þúsund tonn af makríl í ár. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir að sú ákvörðun hafi verið tekið einhliða og hjálpi ekki við lausn makríldeilunnar.

„Það eru mikil vonbrigði að þeir skuli halda uppteknum hætti og ákvarða sjálfum sér yfir 90 prósent af ráðlagri veiði. Það er öllum mönnum ljóst að það skilur lítið svigrúm eftir fyrir Ísland, Færeyjar og Rússland, og eiginlega læsir málið inn í óbreyttri, ef ekki verri stöðu.“