Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Magnús Þór - seinni hluti

Mynd með færslu
 Mynd:

Magnús Þór - seinni hluti

18.11.2018 - 14:09

Höfundar

Magnús Þór Sigmundsson varð sjötugur fyrir skemmstu og Rokkland vikunnar er tileinkað honum, eins og þátturinn fyrir tveimur vikum.

Magnús hélt upp á afmælið með tvennum afmælistónleikum í Háskólabíó núna í vikunni sem leið, á fimmtudag og föstudag. Þar var mikið fjör og allskonar góðir gestir eins og Jóhann Helgason, Þórunn Antonía dóttir hans, Ragnheiður Gröndal, Fjallabræður, Jónas Sigurðsson, Stefán Hilmarsson, Páll Óskar og hljómsveitin Árstíðir t.d. En Magnús var líka að senda frá sér plötu með nýjum lögum ásamt árstíðum og flutti á tónleikunum nokkur lög af þeirri plötu ásamt árstíðum.

Þátturinn fyrir hálfum mánuði var tileinkaður Magnúsi. Þar sagði hann frá fyrri hluta ævinnar og ferilsins og þessi er líka tileinkaður Magnúsi,  þetta er seinni hlutinn, framhaldið. Við vorum komin að árinu 1993 þegar við kvöddum Magga síðast og byrjum þar sem við enduðum þá.

Magnús segir í þættinum frá því hvernig það vildi til að hann flutti af Laugaveginum og í Hveragerði á sínum tíma. Frá samstarfinu við Ragheiði Gröndal sem syngur lagið hans Ást, frá samstarfinu við Fjallabræður sem hefur t.d. fætt af sér tvö Þjóðhátíðarlög. Hann talar um ADHD og þunglyndi og margt fleira.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-

Tengdar fréttir

Tónlist

Iceland Airwaves í 20. skipti

Tónlist

Magnús Þór - ástin og lífið

Tónlist

Hryllingur og Airwaves gott

Tónlist

Sálin Hans Jóns Míns