Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Magnús og Árstíðir í Konsert

Magnús og Árstíðir í Konsert

27.12.2018 - 14:01

Höfundar

Magnús Þór Sigmundsson varð sjötugur í lok ágúst, en hélt upp á afmælið með afmælistónleikum um miðjan nóvember.

Magnús hélt tvenna tónleika í Háskólabíó, fimmtudaginn 15. nóvember og svo aukatónleika daginn eftir og það var smekk-uppselt bæði kvöldin. Við útvörpuðum tónleikunum á annan í jólum, en þeir voru svo langir að við þurftum að stytta þá um klukkustund, og það er sá hluti sem slepptum þá sem við ætlum að útvarpa í kvöld.

Magnús fékk til sín á tónleikana heilmikið mikið af góðum vinum sem eiga það sameiginlegt að hafa sungið lögin hans inn í hjörtu þjóðarinnar. Páll Óskar kom, Ragnheiður Gröndal, Jónas Sig, Þórunn Antónía, Jóhann Helgason, Sverrir Bergmann og Fjallabræður.

Afmælistónleikarnir voru jafnframt útgáfutónleikar nýrrar plötu sem ber nafnið Garðurinn minn og Magnús vann í samstarfi við hljómsveitina Árstíðirog þeir fluttu nokkur lög af þeirri plötu. Þeim hluta var öllum sleppt annan í jólum og það er megin uppistaðan í því sem við heyrum í kvöld.

Í seinni hluta þáttarins rifjum við upp tónleika 'Asgeirs Trausta á Airwaves 2013, en þá var hann einungis búinn að senda frá sér metsöluplötuna Dýrð í dauðaþögn.

Tengdar fréttir

Tónlist

Jóla Eivør í Silfurbergi

Tónlist

Baggalútur 2013 í Konsert

Tónlist

Himinn og jörð - Gunni Þórðar 70 ára

Tónlist

Calexico í þýskalandi