Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Magnaðar myndir frá Breiðamerkurjökli

06.01.2016 - 16:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Good Morning America, einn vinsælasti morgunþáttur Bandaríkjanna, sýndi beint frá Breiðamerkurjökli í morgun. þar sem dróni var sendur ofan í djúpa sprungu í jöklinum. Þátturinn hefur birt mögnuð myndskeið frá svæðinu eins og sjá má hér að neðan.

Sérstakt innslag var um íslenska björgunarsveitarmenn og hvernig þeir athafna sig á jöklinum. Fá var einnig tekið fram hlutverk þeirra við að tryggja öryggi þegar verið væri að taka upp stórmyndir hér á landi. Þá var einnig fjallað um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á bráðnun jökla.

Þrjá daga tók að undirbúa útsendinguna en Amy Robach frá Good Morning America þakkaði teyminu sem undirbjó hana sérstaklega.

Í kringum fimm milljónir manns horfa á þáttinn á hverjum morgni en Robach gerði einnig innslag um tökustaði stórmynd og sjónvarpsþátta hér á landi.

ABC Breaking News | Latest News Videos

ABC Breaking News | Latest News Videos

ABC Breaking News | Latest News Videos

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV