Mælti fyrir banni á plastpokum

30.01.2019 - 23:05
epa01183909 A shopper carries her shopping with free supermarket shopping bags in London, Britain, 27 November 2007. London councils want free plastic bags to be banned. They want shops to sell more environmentally friendly reusable bags instead. An
 Mynd: EPA
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti í dag fyrir banni við burðarpokum úr plasti. Samkvæmt því verður óheimilt frá miðju ári að afhenda nokkurs konar burðarpoka án endurgjalds á sölustöðum. Frá og með ársbyrjun 2021 verður alls óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er ókeypis eða gegn gjaldi. Þó mega verslanir vera með burðarpoka úr plasti til sölu í vöruhillum sínum.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að einstaklingar noti ekki meira en 90 poka á ári að meðaltali frá og með næstu áramótum og 40 poka frá árinu 2026. 

Lengra er gengið í frumvarpi umhverfisráðherra en skylt er samkvæmt innleiðingu Evrópusambandsins um að draga úr notkun á plastpokum. Evrópusambandið heimildar ríkjum að undanskilja þynnstu pokana banninu. Það verður ekki gert hérlendis. 

Á vef umhverfisráðuneytisins má sjá spurningar og svör um plastpokabannið.

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi