Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Maður fannst látinn á Hótel Örk

08.04.2015 - 19:12
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Íslenskur karlmaður fannst látinn inni á herbergi sínu á Hótel Örk á laugardagskvöld. Lögreglan á Selfossi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fara með rannsókn málsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu komu í ljós innvortis áverkar við krufningu mannsins í dag en ekkert bendir til þess að manninum hafi verið ráðinn bani. Lögreglan á Selfossi verst allra fregna af málinu.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV