Lýsa þungum áhyggjum af háskólaverkfalli

08.04.2014 - 15:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Þingmenn lýstu þungum áhyggjum við upphaf þingfundar af fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara sem boðað er 25. apríl næstkomandi, rétt áður en próftími nemenda hefst. Þingmönnum hafa borist þúsundir tölvuskeyta frá nemendum undanfarna daga þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við.

Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði í ræðu sinni á fjármálaráðherra að fresta ekki vandanum heldur leysa hann.