Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Lundinn kominn til Grímseyjar

22.03.2012 - 09:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Vorboðar flykkjast nú til landsins og nú er lundinn kominn til Grímseyjar. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, sem fylgst hefur með lundanum undanfarna tvo áratugi segir að lundi hafi sést í Básavíkinni vestan eyjarinnar í morgun.

Þetta sé óvenjusnemmt, en lundinn komi yfirleitt ekki eyna fyrr en fyrstu fimm dagana í apríl.